Pakkagögn (EGPRS)
EGPRS-pakkagögn (Enhanced General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir það kleift að nota farsíma
við að senda og taka á móti gögnum um símkerfi sem byggt er á internetsamskiptareglum (IP). Þannig er hægt
að fá þráðlausa tengingu við gagnakerfi eins og internetið.
Pakkagögn eru notuð í MMS, vefskoðun, tölvupósti, fjartengdu SyncML, niðurhali Java-forrita, kallkerfi, spjalli
og PC-upphringingu.
Til að tilgreina hvernig nota á þjónustuna skaltu velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengimöguleikar
>
Pakkagögn
>
Pakkagagnatenging
.
Veldu
Þegar þörf er
til að koma á pakkagagnatengingu þegar aðgerð þarf á því að halda. Tengingin rofnar þegar
aðgerð er lokið.
Veldu
Sítenging
til að láta símann tengjast pakkagagnakerfi sjálfkrafa þegar kveikt er á honum.
sýnir pakkagagnatengingu.