■ Aukahlutir
Þessi valmynd sést aðeins ef síminn er eða hefur verið tengdur við samhæfan þráðlausan aukahlut.
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
>
Aukahlutir
. Hægt er að velja aukahlutavalmyndina ef samsvarandi aukahlutur er,
eða hefur verið, tengdur við símann. Veldu úr eftirfarandi valkostum, í samræmi við aukahlutinn:
Sjálfvalið notandasnið
— til að velja sniðið sem gera á virkt sjálfkrafa þegar ákveðinn aukahlutur er tengdur við
símann.
Sjálfvirkt svar
— til að stilla símann þannig að hringingu sé svarað sjálfkrafa eftir fimm sekúndur. Ef
Velja
hringingu
er stillt á
Eitt hljóðmerki
eða
Slökkt
er slökkt á sjálfvirkri svörun.
Ljós
— til að stilla ljósin varanlega á
Kveikja
. Veldu
Sjálfvirkt
til að láta ljósin loga í 15 sekúndur eftir að stutt
hefur verið á takka.
Textasími
>
Nota textasíma
>
Já
— til að nota stillingar fyrir textasíma í stað stillinga fyrir höfuðtól eða
hljóðmöskva.