
■ Margmiðlunarskilaboð (MMS)
Margmiðlunarboð geta innihaldið texta, hljóð og mynd eða myndinnskot. Ef skilaboðin eru of stór er
hugsanlegt að síminn geti ekki tekið við þeim. Í sumum símkerfum geta skilaboð innihaldið veffang þar sem
hægt er að skoða margmiðlunarboðin.
Ekki er hægt að taka við margmiðlunarskilaboðum ef símtal er í gangi, verið er að spila leik eða annað
Java-forrit, eða ef vefskoðun er í gangi með tengingu við GSM-símkerfi. Þar sem sending
margmiðlunarskilaboða getur mistekist af ýmsum ástæðum skal ekki treysta eingöngu á þau fyrir
mikilvæg samskipti.