Kallað upp á rás
Til að kalla upp sjálfvöldu rásina skaltu styðja á hljóðhækkunartakkann (PTT). Tónn heyrist og gefur til kynna að
aðgangur sé veittur og á símanum birtist gælunafn þitt og nafn rásarinnar.
Til að kalla upp aðra rás en þá sjálfvöldu skaltu velja
Rásalisti
í kallkerfisvalmyndinni, skruna að viðkomandi rás
og styðja á hljóðhækkunartakkann (PTT).
Styddu á og haltu hljóðhækkunartakkanum (PTT) inni allan tímann sem þú talar og haltu símanum fyrir framan
þig þannig að þú sjáir á skjáinn. Þegar þú hefur lokið máli þínu, slepptu þá hljóðhækkunartakkanum (PTT). Í
samræðunum gildir að „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Þegar einhver hættir að tala er sá næstur sem fyrstur er til
að styðja á hljóðhækkunartakkann.