■ Samstilling
Með samstillingu er hægt að vista upplýsingar úr dagbók og
Tengiliðir
á fjartengdum Internet-miðlara
(sérþjónusta) eða í samhæfri tölvu. Hafirðu vistað upplýsingarnar á Internet-miðlara geturðu samstillt símann
með því að ræsa samstillinguna úr símanum. Til að samstilla gögnin í tengiliðum símans, dagbók og
minnispunktum svo að þau samræmist gögnunum í samhæfu tölvunni skaltu ræsa samstillinguna úr tölvunni.
Tengiliðaupplýsingarnar á SIM-kortinu eru ekki samstilltar.
Ef innhringingu er svarað meðan á samstillingu stendur stöðvast samstillingin og þú verður að byrja upp á nýtt.