
■ SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan,
símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-5B rafhlöðu.
SIM-kortið og snertiflötur þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf að meðhöndla
kortið varlega þegar það er sett í símann eða tekið úr honum.
Bakhlið símans er tekin af með því að styðja á sleppitakkana (1) og lyfta henni af
símanum (2).
Gæta þarf þess að gyllti snertiflöturinn á kortinu vísi niður og síðan er
SIM-kortinu þrýst í festinguna þar til það smellur á sinn stað (3).

16
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
Rafhlaðan er sett í (4). Gæta skal þess að snertur rafhlöðunnar sitji rétt. Notið
alltaf rafhlöður frá Nokia. Sjá
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá
Nokia
á bls.
94
.
Efri hluti bakhliðarinnar er látinn nema við efri hluta símans (5) og þrýst á neðri
hluta bakhliðarinnar til að loka henni (6).
Rafhlaðan er fjarlægð með því að lyfta neðri enda hennar úr hólfinu (7).
SIM-kortið er fjarlægt með því að ýta á SIM-kortshaldið (8) og renna SIM-kortinu
í átt að efri hluta símans (9).

17
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.